top of page

Félagið

Lind - Félag um meðfædda ónæmisgalla var stofnað 11.maí 2002. Í samtökunum er fólk með meðfædda ónæmisgalla, fjölskyldur þeirra, heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem áhuga hafa á þessu málefni.

 

Lind er félagi í Astma og ofnæmisfélaginu og Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum.

 

Lind er einnig aðili að NMPI, Nordic Meeting for Primary Immundeficiency og IPOPI, International Patient Organisation for Primary Immunodeficencies.

Markmið félagsins eru:

• Að stuðla að öflugum forvörnum, greiningu og meðferð meðfæddra ónæmisgalla.

 

• Að vera vakandi fyrir nýjungum þeim sem koma fólki með meðfædda ónæmisgalla til góða.

 

• Að annast fræðslu um meðfædda ónæmisgalla og málefnum þeim tengdum

 

• Að stuðla að því að fólk með meðfædda ónæmisgalla og aðstandendur þeirra geti miðlað af reynslu sinni til annarra í sömu sporum.

 

• Að bæta félagslega aðstöðu fólks með meðfædda ónæmisgalla og fjölskyldna þeirra.

 

• Að stuðla að rannsóknum á sviði meðfæddra ónæmisglla.

 

• Að stofna til samvinnu við erlend félög sem starfa á sama grundvelli.

bottom of page