top of page

Lög Lindar

 

 

1. gr. Nafn 
Félagið heitir Lind - félag um meðfædda ónæmisgalla, félagið er deild í Astma- og ofnæmisfélaginu.

 

2. gr. Aðsetur
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

 

3.gr. Tilgangur
Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni fólks með meðfædda ónæmigalla. 
Þetta er áhugamannfélag sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða.

 

4. gr. Hvernig skal tilgangi náð
Tilgangi skal náð með því m.a.:
• Að stuðla að öflugum forvörnum, greiningu og meðferð meðfæddra ónæmisgalla.
• Að vera vakandi fyrir nýjungum þeim sem koma fólki með meðfædda ónæmisgalla til góða.
• Að annast fræðslu um meðfædda ónæmisgalla og málefnum þeim tengdum
• Að stuðla að því að fólk með meðfædda ónæmisgalla og aðstandendur þeirra geti miðlað reynslu sinni til annarra í sömu sporum.
• Að bæta félagslega aðstöðu fólks með meðfædda ónæmisgalla og fjölskyldna þeirra. 
• Að stuðla að rannsóknum á sviði meðfæddra ónæmisglla.
• Að stofna til samvinnu við erlend félög sem starfa á sama grundvelli.

5. gr. Stjórn 
Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum: formanni, gjaldkera, ritara. 
Stjórn skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega. Ef jöfn atkvæði verða ræður hlutkesti kjöri. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum og kýs sér varaformann, gjaldkera og ritara. Óheimilt er að fleiri en 2 gangi úr stjórninni á sama almanaksárinu.
Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins, sem er fulltrúi félagsins í öllum málum og stýrir málefnum þess í samræmi við samþykktir aðalfundar og annara félagsfunda.
Firmaritun félagsins er í höndum gjaldkera.

6. gr. Aðalfundur
Aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn að vori ár hvert. 
Aðalfund skal boða með 14 daga fyrirvara og skal dagskrá fundarins þá liggja fyrir. 
Á aðalfundi félagsins skal kosin stjórn skv. 6 gr. laganna og endurskoðandi til eins árs í senn. Á fundinum skal stjórn gera upp árangur liðins árs og ársreikningar félagsins skulu lagðir fram til samþykktar áritaðir af endurskoðenda.
Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur og ræður einfaldur meirihluti við atkvæðagreiðslu.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið.

7. gr. Félagsgjöld
Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi Astma- og ofnæmisfélagsins til eins árs í senn og renna félagsgjöldin óskipt þangað.

8. gr. Félagsfundir
Félagsfund skal halda minnst tvisvar á ári, einn að hausti og einn að vori. Ritari skal kosinn á hverjum félagsfundi og skal hann skila af sér fundargerð til stjórnar.

9. gr. Endurskoðun laga
Lög þessi skal endurskoða fyrir hvern aðalfund.

Lög þessi öðlast þegar gildi.

Reykjavík 08.04.2003.

bottom of page