Zebrahesturinn hefur verið notaður sem tákn um ónæmisgalla víða um heim. Enginn zebrahestur fæðist með eins renndur líkt og ekkert barn með meðfæddan ónæmisgalla fæðist með samskonar galla. Verkefnið Zebrabörn er til að vekja athygli á meðfæddum ónæmisgöllum og stuðla að fræðslu fyrir foreldra og aðstandendur fólks með meðfædda ónæmisgalla.
Það er mjög sjaldgæft að fæðast með meðfæddan ónæmisgalla og er verkefnið Zebrabörn hugsað sem vitundavakning og kynning á félaginu okkar Lind - félag um meðfædda ónæmisgalla.
Á næstu dögum og vikum komum við til með að fræða ykkur og segja hvernig það er að lifa með ónæmisgalla og eiga barn með ónæmisgalla. Það er kominn tími til að standa upp fyrir þessum hópi af fólki og vekja athygli á því að þetta er raunverulegur sjúkdómur sem þarfnast skilnings og viðurkenningar í samfélaginu.
Nú er ekkert annað að gera en að fylgjast vel með og hoppa í eina af þessum verslunum þann 5.júlí og næla sér í fallega mynd.
Myndirnar kosta 2000kr stk og eru í stærðinni A5
Stærð | A5
Stærð | A5
Stærð | A5
Stærð | A5
Bergrún Íris Illustration / Óskalistinn er svo mikill snillingur en hún hannaði allar myndirnar
fyrir okkur. Myndirnar fara í almenna sölu miðvikudaginn 5.júlí nk í nokkrum vel völdum verslunum.