top of page

Einkenni:

10 einkenni er bent gætu til meðfædds ónæmisgalla:

1. Átta eða fleiri eyrnabólgur á ári.

2. Tvær eða fleiri alvarlegar nef-og kinnholsbólgur á ári. 

3. Meðferð sýklalyfja í tvo mánuði án teljandi árangurs.

4. Tvær eða fleiri lungnabólgur á ári.

5. Vanþroski eða léleg þyngdaraukning ungbarna.

6. Endurtekin graftarkýli í húð eða innri líffærum.

7. Viðvarandi sveppasýking í munnholi eða húð eftir að eins árs aldri er náð.

8. Nauðsyn á sýklalyfjagjöf í æð til meðhöndlunar á annars vægum sýkingum.

9. Tvær eða fleiri alvarlegar sýkingar s.s. heilahimnubólga, heimakoma eða sýking í beini. 

10. Fjölskyldusaga um meðfædda ónæmisgalla.

 

Þýðing: Björn Rúnar Lúðvíksson “Meðfæddir ónæmisgallar” 
grein í fréttabréfi Astma- og ofnæmisfélagsins 2. tölublað 5. árgangur

bottom of page